Um Verkstæðið

Bílaverkstæði Hölds er staðsett við Þórsstíg 4 á Akureyri. Í þessu rúmgóða 2300 fermetra húsæði er rekið öflugt og afar vel búið bíla- og tjónaviðgerðaverkstæði. Þar starfa að jafnaði um 40 starfsmenn. Verkstæðið annast viðgerðir á öllum tegundum bíla.

Bílaviðgerðir

Við bjóðum góða og fjölbreytta þjónustu. Þar má nefna afar fullkominn forgreiningarsal með dempara- og bremsuprófun ásamt spormottu sem kannar hjólabil bílsins. Einnig er boðið er upp á bæði hraðþjónustu og smurþjónustu. Tækniþróun í bílgreininni er hröð og verkstæðið er vel búið nýjustu tækjum til hjólastillinga auk rafmagnsviðgerða og bilanagreininga.

Tjónaviðgerðir

Tjónaviðgerðaverkstæðið er án efa eitt það best búna á landinu. Þar er að finna fullkomna réttingarbekki frá Car-O-Liner með tölvustýrðum mælibúnaði. Tveir Garmat sprautuklefar af fullkomnustu gerð eru á verkstæðinu ásamt undirbúningsklefum (e.Prep-Stations) frá Garmat með útsogi og infrarauðum hitalömpum. Mikil þekking og reynsla starfsmanna spannar öll svið tjónaviðgerða. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á Cabas tjónaskoðun, framrúðuskipti og framrúðuviðgerðir. Verkstæðið er með BGS vottun ásamt fimm stjörnu vottun frá Sjóvá. Verkstæðið er viðurkenndur viðgerða- og þjónustuaðili fyrir bílaumboðin Heklu, Öskju og BL. Auk þess annast verkstæðið að sama skapi viðgerðir á öllum öðrum tegundum bíla.

Neyðarþjónusta

Verkstæðið veitir neyðarþjónustu eftir lokun. Þjónustan er veitt frá 17 - 22 virka daga og á frá 10 - 20 um helgar og á hátíðisdögum. Útkall eitt og sér kostar kr. 37.596,- auk þess sem innheimt er fyrir alla unna vinnu. Númer neyðarsíma er 461 6160.

 

 

Höldur er aðili að Bílgreinasambandinu.