Fáðu fría þjónustuskoðun fyrir bílinn þinn

Við auglýsum eftir bílum til að framkvæma hulduheimsóknir á bílaverkstæði Hölds en slíkar heimsóknir eru mikilvægur hluti af gæðakerfi okkar. Ferlið er þannig að "bilun er komið fyrir" í bifreiðinni áður en hún fer í þjónustukoðun í þeim tilgangi að gera okkur fært að meta frammistöðu okkar.

Þátttaka í hulduheimsókn á verkstæði felur í sér einhverja fyrirhöfn að hálfu þátttakenda sem fyrir vikið fær þjónustuskoðun á bílnum sínum fría. Hinsvegar þarf að greiða efnis- og vinnukostnað vegna þátta sem tengjast ekki hulduheimsókninni sjálfri. Er þar átt við mögulegar viðgerðir sem framkvæma þarf á bílnum og eru ekki hluti af þjónustuskoðun, en um slíkt er ávallt tilkynnt fyrirfram og samið um kostnað.

Hulduheimsóknir eru framkvæmdar reglulega og ef þú verður fyrir valinu þá verður haft samband við þig.

HÖLDUR / Framkvæmdaraðili áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum án skýringa.

Eftirfarandi bifreiðar uppfylla þátttökuskilyrði:

 • Bifreiðin er 1-7 ára gömul
 • Bifreiðin er frá VAG (Audi, Skoda og Volkswagen).
 • Kominn er tími á 30.000 km, 60.000 km, 90.000 km. eða 120.000 km. þjónustuskoðun.
 • Bifreiðin hefur fylgt reglubundnu þjónustueftirliti skv. handbók hjá Höldi / Umboðsaðila.

Ef bifreiðin þín uppfyllir þessi skilyrði þá getur þú sótt um þátttöku hér að neðan og við hlökkum til að heyra frá þér.

Til þess að öðlast rétt á þátttöku í þessari gæðaprófun og frírri þjónustuskoðun eins og lýst er hér að ofan samþykki ég eftirfarandi:

 • að fara í gegnum hulduheimsóknarferilinn og svara spurningarlista að honum loknum.
 • að panta tíma fyrir bifreiðina með símtali hjá bílaverkstæði Hölds.
 • að koma með og sækja bifreið á opnunartíma bílaverkstæðis.
 • að ég hafi ekki persónuleg tengsl eða hagsmuni við aðilan sem framkvæmir verkið.
 • að ég greiði sérstaklega kostnað vegna þátta sem tengjast ekki hefðbundinni þjónustuskoðun og hulduheimsókninni sjálfri.
 • að þagnarskylda hvíli yfir hulduheimsókninni og niðurstöðum hennar.
 • að ég muni eyða allt að 2 tímum á vinnutíma með ráðgjöfum HÖLDS / Framkvæmdaraðila.
 • að bifreið mín hafi fengið fyrirbyggjandi viðhald (smur- og þjónustuskoðanir) skv. þjónustuskipulagi hennar hjá HÖLDI / Umboðsaðila.
 • að bifreiðin er minnst eins árs gömul og mest sjö ára gömul og ekin á milli 30.000 km. til 120.000 km.
 • að bifreiðin er ekki bundin þjónustusamningi við HÖLD eða viðurkennt þjónustuumboð.
Vinnsla persónuupplýsinga

Skrá þarf nafn, heimilsfang, póstnúmer, netfang, síma, bílnúmer og akstur hið minnsta svo hægt sé að vinna umsóknin þína.  Umsóknir eru geymdar í að lágmarki eitt ár. Til að láta breyta eða eyða fyrirspurn má senda beiðni á personuvernd@holdur.is